Ál sem “eldsneyti”. Kynning haldin hjá Tæknisetri, Árleyni 8, 112 Reykjavík, 15. janúar 2026 , kl. 13:00-16:00
- Rauan Meirbekova
- 2 days ago
- 2 min read
REVEAL-verkefnið um notkun áls sem orkugjafa horfir sérstaklega til þess hvernig hægt er að nota íslenska endurnýjanlega orku til húshitunar í Evrópu. Verkefnið er stykt er af Evrópusambandinu. Boðið er til kynningu á verkefninu þann 15. janúar 2026. Þar verða kynntar nýjustu framfarir í notkun áls sem öruggs, umhverfisvæns og hagkvæms orkubera, hvaða markaður er áætlaður fyrir slíka orku og umhverfisáhrif. Dagskrá hefst stundvíslega kl. 13:00.
Dagskrá
13:00–13:15 — Reveal Introduction
13:15–13:35 — Revolutionary Energy Storage Cycle with Carbon-Free Aluminium
Michel Haller, OST – Eastern Switzerland University of Applied Sciences (Switzerland)
13:35–13:55 — Carbon free aluminium production developed in Iceland, -Global Developments and Icelandic Opportunities
Jon Hjaltalín Magnússon & Guðmundur Gunnarsson, Arctus & IceTec (Iceland)
13:55–14:05 — Kaffihlé
14:05–14:25 — Market Outlook for Stored Renewable Energy in Europe
Yvonne Bäuerle, OST (Switzerland)
14:25–14:45 — Life Cycle Assessment of Aluminium Production & Storage Cycles Based on Icelandic Renewable Energy
Eline Willems, PRé Sustainability (Netherlands)
14:45 -16:00 Veitingar og tækifæri til að spjalla við fyrirlesara og aðra þátttakendur
Um REVEAL
REVEAL er samstarfsverkefni níu aðila í sjö Evrópulöndum sem vinna að þróun sjálfbærs, öruggs og hagkvæms ál-orkugeymslukerfis fyrir árstíðarbundna orkunotkun. Hugmyndin byggir á:
Endurnýjanlegri, kolefnalausri álframleiðslu með notkun óvirkra rafskauta.
Kyrningum (granulation) í skjótvirkt, ósprengifimt eldsneyti úr áli.
Lághita ál–vatns hvarfi, sem framleiðir vetni og varma fyrir heimilismiðuð orku- og hitakerfi.
Fullri endurvinnslu efnis, þar sem álhýdroxíði er umbreytt aftur í rafgreiningarhæft súrál.
4 kW frumgerð, hönnuð fyrir dæmigerð heimili, hefur þegar verið byggð og prófuð.
Fyrirlesarar
Michel Haller – Eastern Switzerland University of Applied Sciences (OST)
Yfirrannsóknarstjóri hjá SPF Institute for Solar Technology. Hefur meistaragráðu í umhverfisvísindum (ETH Zürich) og doktorsgráðu frá TU Graz. Sérsvið hans ná til endurnýjanlegra orkuberum úr málmum, lagskiptingar í varmageymslum og samþættra sól- og varmadælukerfa.

Yvonne Isabell Bäuerle – OST
Serfræðingur í orkukerfum með sérhæfingu í árstíðabundinni orkugeymslu og endurnýjanlegum málm-orkuberum. Hefur tekið þátt í fjölmörgum evrópskum og innlendum verkefnum, þar á meðal REVEAL, ReWAX og SWEET DeCarbCH. Hefur M.Sc. í orkustjórnun og Dipl.-Ing. í rafmagnsverkfræði.

Eline Willems – PRé Sustainability
LCA-sérfræðingur með víðtæka reynslu þvert á atvinnugreinar og djúpa aðferðafræðilega þekkingu, með áherslu á lífsferilsgreiningu á orku-, efnis- og iðnaðarkerfum.

Jon H. Magnússon – Arctus Aluminium
Forstjóri og stofnandi Arctus Aluminium. Frumkvöðull í kolefnalausri álframleiðslu með lóðréttum óvirkum rafskautum, sem hefur verið sýnd í framkvæmd bæði hjá Tæknisetri og TRIMET í Þýskalandi. Var útnefndur heiðursprófessor (2003) við Jiangxi University of Science and Technology fyrir framlag sitt til áliðnaðarins. Fyrrverandi Ólympíuíþróttamaður í handbolta (München 1972).

Guðmundur Gunnarsson – Tæknisetur-IceTec
Fagstjóri í efnaferlum hjá Tæknisetri. Hefur undanfarin ár aðallega starfað við verkefni tengd minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda, þar á meðal kolefnalausa framleiðslu á áli og magnesíum, sem og framleiðslu á sjálfbæru eldsneyti. Hefur doktorsgráðu í eðlisefnafræði frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð.

