top of page
Search

Síðasta miðvikudagskaffi ársins á Tæknisetri – 3. desember

Miðvikudagskaffið, sem haldið hefur verið annan hvern miðvikudag á Tæknisetri, er orðin vinsæll vettvangur fyrir vaxandi samfélag sprotafyrirtækja til að hittast, tengjast og deila verkefnum sínum. 38 fyrirtæki starfa nú í tveimur byggingum Tækniseturs og hefur framtakið gegnt mikilvægu hlutverki í að efla samstarf og sýnileika meðal fyrirtækjanna.

 

Á morgun, 3. desember, fer fram síðasta miðvikudagskaffið á árinu. Eins og áður verður um að ræða stuttan og óformlegan 30 mínútna fund þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Fyrirtæki eru hvött til að kynna stuttlega starfsemi sína og fræðast um það sem aðrir í samfélaginu eru að vinna að.


ree

Ef fyrirtækið ykkar vill halda kynningu á einum af þessum fundum, hafið samband rauan@taeknisetur.is

 
 
 
bottom of page