top of page
Search

Tæknisetur prentar vélmennaarma úr plasti fyrir Santé

Tæknisetur hefur nú aðstoðað Santé við að auka burðargetu vélmenna í afgreiðslu og birgðarfærslum með því að létta vélmennaarma fyrirtækisins. Með því að færa sig úr áli í stíft og sterkt plast er hægt að létta vélmennaarmana og þar með auka burðargetuna. 


ree

Vélmennaarmarnir tveir.


Tæknisetur er nú búið að prenta tvo arma fyrir Santé, bæði í lítinn og stórann róbót. Annar armurinn er að hluta hannaður á Tæknisetri, en hönnun frá Santé var tekin og betrumbætt með framleiðsluferlinu í huga. Armarnir voru prentaðir á BigRep VIIO250 prentarann okkar, úr PLA-plasti annarsvegar og úr koltrefjastyrktu plasti hinsvegar.

 
 
 

Comments


bottom of page