top of page
Search

MEET á Tæknisetri


Í kjölfar stóru jarðvarmaráðstefnunnar í Hörpu (World Geothermal Congress 2021) fékk Tæknisetur til sín verkefnahóp MEET verkefnisins á þriggja daga verkefnafund (28 - 30 október 2021). 24 erlendir verkefnaþátttakendur flugu til landsins til þess að taka þátt í fundarhöldum þar sem farið var yfir síðasta ár verkefnisins og síðustu mánuðir þess planaðir. Margt var til umræðu, enda mikið búið að gerast síðan hópurinn hittist síðast í persónu.

Niðurstöður jarðfræðimælinga, tæringarprófanna, upplýsingabanka um möguleg jarðvarmasvæði í evrópu og margt fleira var tekið fyrir á fundinum ásamt gerð yfir tuttugu vísindagreina í sérstakri útgáfu vísindatímaritsins Geosciences um MEET verkefnið sem gefin verður út í lok árs.

Á fimmtudeginum byrjuðu fundarhöld í Tæknisetri snemma dags, en eftir hádegi var farið í skoðunarferð til Krauma í Borgarfirði, þar sem Tæknisetur hefur ásamt samstarfsfyrirtæki okkar Enogia sett upp litla ORC (Organic Rankine Cycle) jarðvarmavirkjun sem framleiðir rafmagn úr heita vatninu í Deildartunguhver áður en það rennur í jarðvarmaböð Kraumu.

Fundunum var slitið á laugardegi. Hinir erlendu fundargestir urðu svo himinlifandi seinna um kvöldið, enda bauð himininn upp á sannkallað sjónarspil með miklum og fallegum norðurljósum. Flogið var því heim til Evrópu með fagrar minningar og góðan vinnuafrakstur í farteskinu.

118 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page