top of page
Search

REVEAL fundur á Tæknisetri


Nýverið hófst fjögurra ára evrópskt þróunarverkefni á orkugeymslu með áli, REVEAL. Tæknisetur er í forsvari verkefnisins en einnig koma að því íslenska sprotafyrirtækið Arctus Aluminium og sérfræðingar frá Sviss, Slóveníu, Noregi, Tékklandi, Þýskalandi og Hollandi. EC og svissnesk yfirvöld styrkja verkefnið um samtals 3,7 milljónir evra.


Þátttakendur á upphafsfundi verkefnisins sem haldinn var á Tæknisetri.

Lykillinn að kolefnishlutlausri Evrópu er þróun tækni til að geyma orku til lengri tíma með hóflegum kostnaði og ásættanlegum umhverfisáhrifum. Endurnýjanleg orka er orðin ódýr í framleiðslu og skammtímageymsla til að jafna út framboð og eftirspurn er orðin nokkuð ódýr. Langtímageymsla er hins vegar dýr og því ekki mikið notuð.


REVEAL verkefninu er ætlað að breyta því. Nota á hefðbundið súrál, breyta því í ál með umhverfisvænni, kolefnislausri aðferð sem Tæknisetur hefur verið að þróa í samvinnu við Arctus. Þetta ál er orkugeymsla, getur gefið frá sér 15 MWh/m3, sem er miklu meiri orkuþéttni og umhverfisvænni og auðflytjanlegri orkugeymsla en aðrar sem þróaðar hafa verið. Áætlaður geymslukostnaður er um 10 ISK/kWh. Með efnahvarfi við vatn fæst bæði hitaorka og vetni sem breyta má í rafmagn, auk súráls sem hringrásað er í nýtt ál. Ætla má að tæknin verði auðskalanleg frá fáeinum kW og upp í MW skala. Tæknin á að henta til að geyma orku frá sumri til vetrar, þegar þörf er á mikilli orku til húshitunar í mið- og N-Evrópu.
182 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page