top of page
Search

Endurunnin net á Vörumessu 2024

Tæknisetur tók nýverið þátt í skemmtilegu verkefni með fjórum nemendum Verslunarskóla Íslands, en þeim datt í hug að framleiða matarklemmur úr endurunnum fiskinetum með þrívíddarprentun undir nafninu Netaprent. Starfsmenn Tækniseturs hjálpuðu nemendunum með endurvinnsluna en Tæknisetur keypti nýverið búnað sem getur endurunnið plast yfir í þrívíddarprentunarþráð. Verkefnið var hluti af nýsköpunaráfanga innan mismunandi framhaldsskóla, en árleg uppskera er úr áfanganum á Vörumessu í Smáralind þar sem verkefnahóparnir kynna vörur sínar og selja gestum og gangandi.

Andrés, James og Dagur, starfsmenn Tækniseturs, ásamt neti, söxuðu neti og þrívíddarþráði úr netinu.


Tæknisetur lét sig ekki vanta á Vörumessuna heldur leit við hjá Netaprenti. Það var gaman að heyra áhugann fyrir verkefninu frá fólki innan sjávarútvegsins og ekki var verra að allar matarklemmurnar seldust upp!

Dagur Ingi ásamt Andra, Markúsi, Erik og Róberti hjá Netaprenti


Kynningarmyndband um netaprent má nálgast hér: https://www.youtube.com/watch?v=lXAVZn_23pY

43 views0 comments
bottom of page