Tæknisetur er fyrirtæki sem býður upp á sérfræðiþekkingu og sérhæfða aðstöðu, tæki og búnað. Okkar markmið er að brúa bilið milli rannsóknarsamfélags og atvinnulífs. Starfsemin byggir á fjögurra áratuga reynslu á sviði efnistækni, mannvirkjarannsókna, lífvísinda og orkumála og reynslu sem mikilvægur samstarfsaðili í bæði innlendum og erlendum rannsóknar og þróunarverkefnum. Á Tæknisetri er stuðningur við hátækni frumkvöðla veittur með aðgangi að sérfræðingum og tæknilegum innviðum.
"IceTec's [Tæknisetur] micromachining facilities and materials expertise allowed us to quickly iterate over our design's prototype and surpass our client's expectations."
- SparkGear
Tæki og búnaður
Fyrir sprotafyrirtæki sem sinna rannsóknum og þróun á sviði hátækni getur skipt sköpum að hafa aðgang að aðstöðu og búnaði sem nú þegar er fyrir hendi í stað þess að þurfa að fjárfesta í nýjum búnaði.
Tæknisetur býr yfir sérhæfðum búnaði sem er ætlað að gagnast sprotafyrirtækjum á sviði hátækni og þannig hraða þróunarferli Tækisprota.
Rannsóknir og þróunarverkefni
Hagnýtar rannsóknir og þróun eru mikilvægur hluti af starfsemi Tækniseturs. Verkefnin eru unnin í samstarfi við viðskiptavini og samstarfsaðila, hvort heldur þær byggja á opinberum styrkjum eða í gegnum bein verkefni og þjónustu við atvinnulíf.
Tæknisetur er þátttakandi í bæði innlendum og erlendum rannsóknar- og þróunarverkefnum.