top of page
Search
Writer's picturegudbjorg71

Ánægjuleg viðbót við sprotasamfélagið á Tæknisetri

Efnasmiðjan bætist nýverið í hóp sprotafyrirtækja á Tæknisetri. Eigendur Efnasmiðjunnar eru þær Inga Kristín Guðlaugsdóttir og Elín Sigríður Harðardóttir vöruhönnuðir, en þær hafa undanfarin misseri unnið að og stýrt verkefni sem hefur yfirskriftina „Lúpína í nýju ljósi – trefjaefni framtíðar“ og gengur út á rannsóknir og tilraunir á alaskalúpínu. Aðstaðan á Tæknisetri mun nýtast vel til þessara rannsókna auk þess sem sérfræðingar Tækniseturs munu koma að ákveðnum verkþáttum verkefnisins. Nánar má kynna sér starfsemi Efnasmiðjunnar á vefsíðu fyrirtækisins.

155 views0 comments

Comments


bottom of page