top of page
Search

BigRep VIIO 250 á Tæknisetri

Tæknisetur hefur tekið í gagnið BigRep VIIO 250 þrívíddarprentara á Tæknisetri. Um er að ræða stóran FDM plastþrívíddarprentara sem hefur prentrúmmálið 1x0.5x0.5m. Prentarinn er sameign Tækniseturs, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og heilbrigðistæknifyrirtækisins Ignas. Frekari tækniupplýsingar um prentarann má nálgast hér.

Dagur Ingi Ólafsson, starfsmaður Tækniseturs, ásamt Riccardo Ruggeri, tæknimanni BigRep GmbH
Dagur Ingi Ólafsson, starfsmaður Tækniseturs, ásamt Riccardo Ruggeri, tæknimanni BigRep GmbH

Prentarinn er ætlaður fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum sem vilja prenta stórar frumgerðir og í önnur verk sem krefjast þrívíddarprentara af stærri gerðinni. Áhugasamir mega hafa samband við Dag Inga - dagur@taeknisetur.is


 
 
 

コメント


bottom of page