Nýverið luku þrír doktorsnemar frá Central European Institute of Technology, Brno University of Technology og Czech Technical University í Prag, Tékklandi, stuttri rannsóknaheimsókn á Tæknisetri. Kristýna Hlináková, Martin Vltavsky og Klára Lysáková unnu að mælingum og greiningum vegna verkefnisins profiBONE sem styrkt er af EEA-styrkjaáætlun Íslands, Liechtenstein og Noregs og unnið í samstarfi við Genís hf. á Siglufirði.

Comments