top of page
Search
dagur87

Netaprent á Evrópukeppni ungra frumkvöðla

Það er afar ánægjulegt að segja frá því að frumkvöðlafyrirtækið Netaprent sigraði í fyrirtækjasmiðjunni á Vörumessu 2024 og fóru því í sumar í Evrópukeppni ungra frumkvöðla. Þeir Andri, Erik, Markús og Róbert stofnuðu fyrirtækið en markmið þess er að endurvinna afgangsfiskinet, sem koma til vegna framleiðslu, í afurð fyrir sjávarútveginn. Í samstarfi við Tæknisetur tókst þeim að endurvinna fiskinet í 3D prentefni, en þeir eru í dag í hönnunarferli að einni afurðarhugmynd fyrir endurunna fiskinetið.

Netaprent á Evrópukeppni ungra frumkvöðla


Strákarnir tóku þátt í Evrópukeppni ungra frumkvöðla - GEN-E, dagana 2-4. júlí í Cataniu á Sikiley. Þar kynntu þeir fyrirtækið fyrir stórum sal ásamt því að vera með sýningarbás þeir sem þeir sýndu 3D prentefnið. Hugmyndin þeirra vakti mikla athygli á keppninni og segja strákarnir að þetta hafi verið skemmtileg og fræðandi ferð ásamt því að vera dýrmæt reynsla. Þeir Andri, Erik, Markús og Róbert þakka Tæknisetri kærlega fyrir aðstoðina og aðstöðuna sem þeir fengu hjá Tæknisetri.

3D prentefni endurunnið á Tæknisetri úr fiskineti ásamt útprentuðum hlutum á sýningarbás Netaprents á GEN-E.


Tæknisetur óskar Netaprenti til hamingju með sigurinn á Vörumessunni!



32 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page