Heilbrigðistæknifyrirtækið Ignas og Tæknisetur vinna nú saman á sviði endurvinnslu. Ignas er frumkvöðlafyrirtæki sem þróar tækja- og hugbúnað sem berst gegn spítalasýkingum, en í þróunarvinnu þeirra er mikið magn af prótótýpum þrívíddarprentuð með hvítu PLA (polyactic acid) plastefni.
Tæknisetur tekur nú við notuðum prótótýpum, prentum sem ekki tókust upp og öðru afgangsplasti frá Ignas, saxar niður og endurbræðir í nýjan þrívíddarprentunarþráð sem nýtist Ignas og öðrum.
Afar ánægjulegt er að segja frá þessu samstarfi sem minnkar sóun og endurbreytir ónýtu plasti aftur í verðmætan þrívíddarprentunarþráð.
Comments