top of page
Search
dagur87

Ignas og Tæknisetur vinna saman að endurvinnslu þrívíddarprentunarplasts

Heilbrigðistæknifyrirtækið Ignas og Tæknisetur vinna nú saman á sviði endurvinnslu. Ignas er frumkvöðlafyrirtæki sem þróar tækja- og hugbúnað sem berst gegn spítalasýkingum, en í þróunarvinnu þeirra er mikið magn af prótótýpum þrívíddarprentuð með hvítu PLA (polyactic acid) plastefni.

Samuël van der Heijden hjá Ignas og Dagur Ingi Ólafsson hjá Tæknisetri innsigla samstarfið með handabandi. Samuël heldur á prentaðri frumgerð en Dagur á endurunnum þrívíddarprentunarþræði.

Tæknisetur tekur nú við notuðum prótótýpum, prentum sem ekki tókust upp og öðru afgangsplasti frá Ignas, saxar niður og endurbræðir í nýjan þrívíddarprentunarþráð sem nýtist Ignas og öðrum.

Afar ánægjulegt er að segja frá þessu samstarfi sem minnkar sóun og endurbreytir ónýtu plasti aftur í verðmætan þrívíddarprentunarþráð.

55 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page