top of page
Search

Heimsókn frá ráðherra háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar

Updated: May 13, 2022

Tæknisetur fékk á dögunum góða heimsókn frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ráðherra háskóla, vísinda, iðnaðar og nýsköpunar.

HVIN ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir kom og heimsótti Tæknisetur á föstudaginn 25. mars. Þar kynnti hún sér starfsemi Tækniseturs, aðstöðu tæki og búnað og heimsótti nokkur sprotafyrirtækjanna sem þar eru með aðstöðu. Meðal fyrirtækja sem ráðherra heimsótti voru DTE, Atmonia, IceWind og Arctus Aluminium, Álvit og Gerosion.Arctus Aluminum sagði frá samstarfi við Tæknisetur og álverið Trimet um þróun á umhverfisfænu álframleiðsluferli og Áslaug veitti viðtöku Álbarra númer 8 frá Arctus Aluminum til ráðuneytis hennar.


Ragnar Sigurðsson sagði frá margvíslegum búnaði til prófunar á mannvirkjasviði, meðal annars slagregnsskápnum sem notaður er til að mæla glugga.


Kristján og Ásdís hjá DTE sögði frá vörunni sem þau eru að þróa sem er sjálfvirkur greiningarbúnaður til rauntímaefnagreiningar á málmbráð.


Sæþór hjá Icewind sýndi Áslaugu veðurþolnu vindtúrbínurnar sem þau eru að hanna til að flýta orkuskiptum á afskekktum stöðum.


Helga hjá Atmonia sýndi ráðherra hvar þau þróa sína byltingarkenndu aðferð til ammóníakframleiðslu.


Að lokum gaf ráðherra sér góðan tíma í spjall við starfsfólk og fulltrúa fyrirtækja á Tæknisetri.

103 views0 comments
bottom of page