Miðvikudaginn 23. Mars fékk tæknisetur ánægjulega heimsókn frá Grikklandi.
Til þess að undirbúa uppsetningu á málmþrívíddarprentara sem áætlað er að komi til Tækniseturs í byrjun hausts komu aðillar frá Gríska fyrirtækinu ANiMA í heimsókn til okkar. Tæknisetur, ásamt Háskóla Íslands og Háskóla Reykjavíkur, er að festa kaup á málmþrívíddarprentara, nánar tiltekið iSLM160. Prentarinn er keyptur frá ANiMA með dyggum stuðningi innviðarsjóðs Rannís. Um er að ræða lið í uppbyggingu efnisvísinda- og efnisverkfræðiseturs og eru starfsmenn Tækniseturs afar spenntir fyrir komu tækisins.
ANiMA var hér til þess að kynna sér aðstöðu Tækniseturs og fyrirhugaðra staðsetningu prentarans, svo að allt gangi smurt þegar prentarinn sjálfur kemur í heimsókn. Tækifærið var svo nýtt og ýmsum áhugasömum aðilum boðið á fund með ANiMA þar sem möguleikar og takmarkanir þrívíddarprentunar voru rædd meðal annars. Ýmsar áhugaverðar umræður áttu sér stað og fallegum þrívíddarprentuðum sýnum dreift um salinn.
Við þökkum Costas og John frá ANiMA kærlega fyrir komuna!
Comments