Við á Tæknisetri erum virkilega spennt að fá nýsköpunarfyrirtækið Marea í fyrirtækjahópinn okkar.
Marea ehf. er nýsköpunarfyrirtæki á sviði líftækni, sem hefur undanfarin ár verið að þróa niðurbrjótanlegar pakkningar fyrir matvæli. Marea hefur meðal annars hlotið styrk frá Tækniþróunarsjóði, hvatningarverðlaun sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2021 fyrir þróunarvinnu á Þaraplasti, sem er lífplast úr þara. Marea hefur einnig hlotið Bláskelina árið 2022 fyrir þróunarvinnu á náttúrulegri húð í spray formi úr þörungahrati í samstarfi við Algalíf. Marea er einnig keppandi í úrslitum TOM FORD Plastic Innovation Prize, sem er alþjóðleg keppni í leit að bestu niðurbrjótanlegu plast lausninni á heimsvísu.
Comments