top of page
Search

Angel Andrés Castro Ruiz, starfsmaður Tækniseturs vinnur til hvatningarverðlauna!

Angel Andrés Castro Ruiz, starfsmaður Tækniseturs, og Sigríður Guðrún Suman, prófessor við Raunvísindadeild, hlutu hvatningarverðlaun frá Háskóla Íslands fyrir verkefnið Umbúðir úr tveimur lögum stoðgrinda sem nema gróanda í sári. Það er unnið í samstarfi við Gissur Örlygsson og Lorenzo Moroni, prófessor við Maastricht University í Hollandi.


Langvinn sár eru algengt vandamál sem tengist öldrunartengdum sjúkdómum, sérstaklega hjá þeim sem glíma við sykursýki, þrýstingssár, offitu eða æðasjúkdóma. Daglegt eftirlit er nauðsynlegt við meðhöndlun landvinnandi sára og ástand sáranna er metið á huglægan hátt. Slíkt matsferli er því oft eigindlegt og leiðir til ósamræmis í árangri.

Í verkefninu eru þróaðar sáraumbúðir sem nýta efnasvörun sem nema gróanda í sári. Það gerir notendum kleift að greina sár og þróun þess í rauntíma í gegnum snjallsímaforrit á hlutlægan hátt. Sáraumbúðirnar sem ætlunin er að þróa eru tveggja laga netverk stoðgrinda úr pólýester- og pólý(ester-b-karbónat)-samfjölliðum þar sem grunneiningarnar koma úr lífmassa og eru lífsamhæfðar og lífbrjótanlegar. Þessi lausn hefur því einnig þann samfélagslega ávinning að umbreyta úrgangsstraum í lífbrjótanlegar fjölliður.

Við óskum Andrési til hamingju með verðlaunin!

134 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page